laugardagur, 28. mars 2015

HEILDARMYNDIN


Stjórn Sambands íslenskrar myndlistarmanna (SÍM), hefur gert kort af heildarmynd íslenskrar myndlistar til að bæta yfirsýn, þekkingu og skilning á samhenginu milli aðildarfélaga SÍM, félagsmanna og þeirra sem starfa við myndlist. Fjölmargir aðilar og starfsstéttir koma með beinum eða óbeinum hætti að myndlist á Íslandi, svo sem myndlistarmenn, sýningarstjórar, listfræðingar og kennarar. Hins vegar virðist stundum umgjörð myndlista ekki vera í samræmi  við þann veruleika sem þessir aðilar lifa og hrærast í.

Þessi síða er hugsuð sem lifandi plagg þar sem allir sem hafa áhuga á að móta heildarmyndina geta komið athugasemdum og hugmyndum sínum á framfæri. Til þess að taka þátt velur þú hægra megin þann flokk sem þú vilt skoða og fyrir neðan hvern flokk er hægt að koma með athugasemdir. 

Við munum síðan vinna jafnt og þétt úr þeim athugasemdum sem berast og bæta inn í heildarmyndina. Það er von okkar að í lok árs 2015 verði hér að finna gott yfirlit yfir íslenska myndlist.

Stjórn SÍM vill koma á framfæri að það sem sett var hér inn í upphafi er aðeins stutt kynning á hverjum lið. Stjórn SÍM vonar að félagsmenn taki virkan þátt í að móta heildarmyndina, því hún getur orðið mikilvæg til að móta áherslur í hagsmunabaráttu SÍM. Stjórn SÍM vill að umgjörð myndlistar hæfi veruleika félagsmanna og sé mótuð út frá glöggri yfirsýn.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli