laugardagur, 28. mars 2015

HEILDARMYNDIN


Stjórn Sambands íslenskrar myndlistarmanna (SÍM), hefur gert kort af heildarmynd íslenskrar myndlistar til að bæta yfirsýn, þekkingu og skilning á samhenginu milli aðildarfélaga SÍM, félagsmanna og þeirra sem starfa við myndlist. Fjölmargir aðilar og starfsstéttir koma með beinum eða óbeinum hætti að myndlist á Íslandi, svo sem myndlistarmenn, sýningarstjórar, listfræðingar og kennarar. Hins vegar virðist stundum umgjörð myndlista ekki vera í samræmi  við þann veruleika sem þessir aðilar lifa og hrærast í.

Þessi síða er hugsuð sem lifandi plagg þar sem allir sem hafa áhuga á að móta heildarmyndina geta komið athugasemdum og hugmyndum sínum á framfæri. Til þess að taka þátt velur þú hægra megin þann flokk sem þú vilt skoða og fyrir neðan hvern flokk er hægt að koma með athugasemdir. 

Við munum síðan vinna jafnt og þétt úr þeim athugasemdum sem berast og bæta inn í heildarmyndina. Það er von okkar að í lok árs 2015 verði hér að finna gott yfirlit yfir íslenska myndlist.

Stjórn SÍM vill koma á framfæri að það sem sett var hér inn í upphafi er aðeins stutt kynning á hverjum lið. Stjórn SÍM vonar að félagsmenn taki virkan þátt í að móta heildarmyndina, því hún getur orðið mikilvæg til að móta áherslur í hagsmunabaráttu SÍM. Stjórn SÍM vill að umgjörð myndlistar hæfi veruleika félagsmanna og sé mótuð út frá glöggri yfirsýn.



AÐKEYPT VINNA:

Þegar myndlistarmaður nýtur sér þjónustu annarra fagmanna til að vinna að listaverki sínu t.a.m. ljósmyndara, grafíska hönnuði, smiði o.s.frv.

ALMENNINGUR:

Allur þorri manna/ alþýðan/ aðnjótendur myndlistar


Eða: Verk sem ekki eru lengur háð höfundarrétti eru kölluð almenningur. Samkvæmt íslenskum höfundalögum varir höfundarréttur  að listaverkum í 70 ár eftir dauða höfundar.

ALMANNATENGSL / PR:

Almannatengsl byggjast á ýmiskonar markaðsstarfsemi, t.a.m. í gegnum samfélagsmiðla, skrif og auglýsingar. Almannatengill á að tryggja umfjöllun, vekja athygli og skapa velvild fyrir einstaklinga eða stofnanir

ALÞJÓÐLEGAR SÝNINGAR:

Alþjóðleg sýning er samsýning listamanna frá mismunandi löndum, oft unnin út frá ákveðnum stíl, stefnu eða hugmynd (þema). Alþjóðlegar sýningar geta verið fluttar inn til landsins á vegum opinberra eða sjálfstæðra aðila.

ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ

Nýútgefin hönnunarstefna sem og Hönnunarmiðstöð Íslands falla undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við mennta- og menningamálaráðuneyti.

EES / EVRÓPUSAMBANDIÐ:

Menningaráætlun Evrópusambandsins veitir verkefna- styrki til allra listgreina og á að styðja við menningararfleifðir, evrópsk tengslanet og menningarstofnanir. Menningaráætlunin hefur það að markmiði að stuðla að auknu samstarfi og samskiptum listheima.

EINKASÖFN:

Listaverk í eigu einkaðila. Oft lánuð listasöfnum til að styrkja sýningar.

FJÖLMIÐLAR:

Fjölmiðlar hafa því hlutverki að gegna að flytja  menningartengdar fréttir sem eru fastir liðir hjá öllum fréttamiðlum landsins. Öflug íslensk dagskrá er í öndvegi og er sérstök rækt lögð við alla frumsköpun í listum.

FRUMSKÖPUN:

Einstaklingssköpun óháð listasöfnum og öðrum samfélagshópum. Menningarstofnanir styðja við frumsköpun á sviði lista og leita nýrra leiða við rannsóknir og miðlun á menningararfi.

FYRIRTÆKI:

Fyrirtæki er efnahagsleg eining og félagsleg stofnun þar sem einstaklingar starfa saman að framleiðslu, dreifingu og sölu hagrænna gæða. 

HRÁEFNI:

Hráefni er þau efni sem notuð eru til að skapa listaverk, s.s. leir, marmari, kol, olía, sílíkon, plast eða viður. 

ÍSLANDSTOFA:

Íslandsstofa hefur það hlutverk að efla ímynd og orðspor Íslands erlendis. Íslandsstofa styður við komur erlendra gesta úr myndlistarheiminum í samráði við miðstöðvar skapandi greina, aðra hagsmunaaðila og listrænar hátíðir, t.a.m. listahátíðina Sequences

KAUPENDUR Á MYNDLIST:

Listasöfn, gallerí, safnarar, mennta- og menningastofnanir, listaverkaleigur, opinberar stofnanir, fjármálastofnanir, sveitastjórnir, fyrirtæki, o.s.frv.

KÍM:

Helsta hlutverk Kynningamiðstöðvar Íslands er að kynna íslenska myndlist erlendis. Hjá KÍM starfa listamenn og aðrir fagaðilar við að útfæra verkefni og veita styrki. Kím styrkir tengslanet milli innlendrar og alþjóðlegrar myndlistarsenu og virkjar samband íslenskra listamanna við alþjóðlega fagaðila. KÍM fer t.a.m. með umboð Feneyjartvíæringsins. 

LIST Í ALMANNARÝMI:

List utan veggja safna og sýningarsala. Sem dæmi eru útilistaverk, gerð í margvíslegum tilgangi: til að fegra umhverfið, varðveita minningar, í áróðursskyni, skapa ímynd, stjórna flæði og auka vellíðan og vitund borgara. 

LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS:

Listaháskóli Íslands er eini háskólinn á fræðasviði lista á Íslandi og telur sig því hafa víðtæku hlutverki að gegna gagnvart landsmönnum. Deildirnar eru fimm talsins: hönnun og arkitektúr, sviðslistir, listkennsla, myndlist og tónlist. 

LISTAHÁTÍÐIR:

Listahátíð í Reykjavík er árlegur viðburður sem leggur upp úr fjölbreytni og skapandi rými þar sem listirnar mætast. Hátíðin vinnur með og leiðir saman opinberar stofnanir og sjálfstæða hópa listamanna á öllum sviðum menningarlífsins, íslenska sem og erlenda, í hefðbundnum og óhefðbundum rýmum.

Sequences listahátíð

Sequences er alþjóðleg listahátíð þar sem sjónum er beint að myndlist sem líður í tíma, eins og myndbandalist og hljóðlist. Hátíðin fer fram víða um miðborg Reykjavíkur, bæði utandyra og á óhefðbundnum sýningarstöðum sem og á söfnum og galleríum.


Sequences is an independent biennial, established in Reykjavík in 2006. The aim of the ten-day festival is to produce and present progressive visual art with special focus on time-based mediums, such as performance, sonic works, video and public interventions. An offspring of the dynamic art scene that thrives in Reykjavik, Sequences is the first art festival in Iceland to focus on visual art alone. New artistic directors are hired to reshape each edition of Sequences according to their vision, making it unique and different every time.

Founding members are the Icelandic Art Center, the Living Art Museum, Dwarf Gallery, Kling & Bang gallery and Gallery Bananananas (the last one closed early 2007). Each institute has a representative on the board, but all the major venues and cultural institutions in the Greater-Reykjavík area have worked with the festival in one way or another. Over three hundred artists from around the world have participated in the festival. The first editions, 2006-8, were annual but in 2009 it was decided to slow the pace and hold the festival every other year. Sequences is funded with generous support of various domestic and foreign funds.

LISTFRÆÐINGAR:

Listfræðingar hafa öðlast færni í að greina myndlistarverk, lesa myndir og túlka í margs konar samhengi. Þeim er ætlað að búa yfir þekkingu í listasögu og fást við myndlist í fortíð og nútíð. Til að öðlast löggilt starfsheiti listfræðingur er gert ráð fyrir ljúka þurfi meistargráðu í listfræði.

LISTASAFN REYKJAVÍKUR:

Listasafn Reykjavíkur (Hafnarhúsið) er alþjóðlegur vettvangur myndlistar á Íslandi sem hefur í grunninn þrískiptu hlutverki að gegna: varðveita öll helstu listaverk borgararinnar, sýna íslenska samtímalist, og bjóða landsmönnum (og erlendum gestum) upp á framúrskarandi erlendar farandsýningar. 


(Kjarval og Ásmundur Sveinsson ánöfnuðu Reykjavíkurborg stóran hluta af verkum sínum og rekur safnið Kjarvalstaði og Listasafn Ásmundar Sveinssonar. Þá eru í eigu safnsins um 2000 teikningar og málverk sem Erró gaf safninu að gjöf árið 1989.)

LISTASAFN ÍSLANDS:

Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslur á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Safnið heldur að staðaldri fjölbreyttar sýningar. Innkaupanefnd safnsins er skipuð forstöðumanni og listamönnum í safnaráði. Listasafn Ásgríms Jónssonar er sérstök deild innan safnsis.

LISTAVERKAFLUTNINGUR:

Það er í eðli listarinnar að flakka landshornanna á milli. Listaverkaflutningar eru vandasamir og krefjast þess að fyllsta öryggis sé gætt. Því eru því til sérstök fyrirtæki sem sérhæfa sig í slíkum fluttningi, t.d. VG-Zimsen og Ice Transport.

LISTASÖFN

Hús/stofnun þar sem listaverk eru geymd og höfð til sýnis. Safn listaverka í öllum sínum fjölbreytileika.

LISTAGAGNRÝNI:

Listviðburður er veginn og metinn af listgagnrýnanda. Listagagnrýni á fyrst og fremst að vera gagnleg almenningi og listamönnunum sjálfum sem vilja fá skjót og heiðarleg viðbröð frá þeim sem þeir fremja list sína fyrir.

LISTAVERKASALI:

Listaverkasali selur myndlist. Samkvæmt höfundarlögum ber þeim sem starfa við endursölu á listaverkum að skila fylgiréttargjaldi til Myndstefs sem þeir koma svo áfram til listamannanna. Ef um frumsölu á verki er að ræða eða liðin eru 70 ár frá andláti myndhöfundar fellur fylgiréttargjaldið niður.

LISTAMENN:

Listamenn geta sótt um listamannlaun sem úthlutuð eru ár hvert af íslenska ríkinu. Skilyrði er greinargerð á fyrirhuguðu verkefni.

LISTRANNSÓKNIR:

Rannsóknir á sviði lista sem brúa bilið á milli listsköpunar og fræða. Þar lýtur listin reglum vísinda og vinnur að því að auka aðgengi og skilning á myndlist.

LISTAMANNAREKIN RÝMI:

Rými stofnuð af listamönnum sem telja skorta vettvang fyrir list, sölu verka og uppákomur. Rými sem eru ekki endilega bundin við húsnæði, getur t.d. verið rými á veraldarvefnum, sjaldnast rekið í hagnaðarskyni. Oft sprottið upp af andófi við ríkjandi ástand myndlistarumhverfis!

LISTSKREYTINGARSJÓÐUR

MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ:

Það ráðuneyti sem mótar menningarstefnu og hefur umsjón með framkvæmd hennar og annast almenna stjórnsýslu á svið menningarmála. Skrifstofan hefur umsjón með opinberum stuðningi við lista- og menningarlíf, þ.á.m. starfrækslu sjóða til stuðnings listum og menningarstarfi. Listasafn Íslands og Listasafn Einars Jónssonar falla undir liststofnanir sem reknar eru af ráðuneytinu.


Styrkir sem fara í gegnum ráðuneytið eru: Listamannalaun/starfslaun listamanna, listskreytinga-sjóður, Myndhöfundasjóður, Kynningarmiðstöð íslenskra myndlistar (KÍM), Myndlistarsjóður, Noræna menningargáttin, Noræni menningarsjóðurinn, Safnasjóður, Starfslaunsjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna, Þróunarsjóður EES/EFTA-ríkjanna á menningarsviðum. 

MENNTUN Í MYNDLIST:

Framhaldskólar bjóða upp á fornámsbrautir í myndlist, t.a.m. Fjölbrautarskólinn í Breiðholti, Verkemenntaskólinn á Akureyri og Myndlistarskóli Reykjavíkur, Myndlistarskóli Kópavogs, Myndlistarskóli Akureyris.  Listaháskóli Íslands er eini skólinn sem veitir BA-gráðu í myndlist hér á landi

MYNDLISTARUMFJÖLLUN:

Opinber umfjöllun um myndlistasýningar, listamenn, listaheiminn, listahátíðir og aðra viðburði tengda myndlistarlífinu í blöðum, bókum, útvarpi, sjónvarpi og hjá netmiðlum.

MENNINGAR OG VITUNDARIÐNAÐURINN:

Alþjóðavæðing og samruni listgreina hefur mótað sjónlistir og vitundariðnaðinn. Vitundariðnaðurinn er samruni tækni, fjölmiðla og listforma og hefur mótað og stækkað t.d. menntunarsviðið.

MYNDSTEF

Samtökin sinna almennri höfundarréttargæslu og fylgjast með breytingum á lögum, reglum og viðskiptaháttum. Myndstef úthlutar styrkjum og koma þeir fjármunir frá greiðslum félagsmanna. 

NÝLISTASAFNIÐ

Nýlistasafnið er sjálfseignarstofnun, vettvangur myndlistar, söfnunar og gagnrýninnar hugsunar. Safnið er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur í þágu framþróunar í myndlist. Helsta hlutverk safnsins er að vera lifandi  sýninga- og umræðuvettvangur sem og miðstöð nýjustu strauma og tilrauna í íslenskri list. Nýló hefur sinnt mikilvægu hlutverki í skrásetningu, varðveislu og kynningu listaverka eftir innlenda og erlenda listamenn.

NORRÆNT SAMSTARF:

Löng hefð er fyrir Norrænu samstarfi á sviði lista og eru þó nokkrar stofnanir sem veita styrki fyrir áframhaldandi þróun menningar og lista, t.d. Norden, Noræna menningargáttin, Norænafélagið o.fl.

OPINBERAR STOFNANIR:

Stofnanir sem heyra undir sveitarfélög, borg eða ríki, t.d. Listasafn Íslands, Listasafn Akureyrar, Listasafn Árnesinga o.s.frv.

SAMSTARF VIÐ SKÖRUN VIÐ AÐRAR LISTGREINAR:

You are in Controle, Listahátíð… 

SÍM:

Samband íslenskra myndlistarmanna er hagsmuna- og stéttarfélag og málsvari liðlega 700 starfandi myndlistarmanna. Sím skipar fulltrúa sína í hin ýmsu ráð og nefndir á vegum hins opinbera. 
Sím rekur sjóðin MUGG, tengslasjóð fyrir myndlistarmenn til ferða og dvalar erlendis.

SÖLUGALLERÍ

Sýningarsalur og listaverkasala.

SÝNINGARSTJÓRAR:

Sýningastjórar hafa yfirumsjón með myndlistarsýningum. Starfið getur verið margþætt en felst þó að jafnaði í því að velja listaverk og listamenn fyrir hverja sýningu í samráði við listasöfn, listahátíðir eða önnur listrými.

TOLLAR OG TRYGGINGAR :

Innflutningur á listaverkum er tollfrjáls eða undaþeginn virðisaukaskatti nema þriðji aðili eigi í hlut. Listamönnum er ekki gert að greiða skatta af sölu eigin verka og fellur sala á listaverkum undir tollskrárnúmer 9701.1000-9703.0000. 

UMBOÐSMAÐUR:

Galleríeigendur hafa tekið að sér hlutverk umboðsmanns og umboðssölu á Íslandi.

UMHVERFIS- OG AUÐLINDARÁÐUNEYTIÐ:

Veittir eru verkefanastyrkir einu sinni á ári en þeir eru fyrir verkefni á sviði umhverfis- og auðlindamála. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið sinnir efnalögum sem taka á um notkun um efna og efnavara þar sem tigreind eru mörk um innihaldefni í ýmsum efnum sem myndlistarfólk notar (s.s. málingu).

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ:

Utanríkisráðuneytið sinnir lögum samkvæmt menningarhagsmunum Íslands gagnvart öðrum ríkjum. Sendiráð Íslands erlendis koma að framkvæmd viðburða á sviðum menningar og lista.

VINNUAÐSTAÐA- OG FRAMLEIÐSLURÝMI:

Vinnustaða þar sem listamaður vinnur að listaverkasköpun. SÍM (Samband íslenskra myndlistarmanna) rekur hátt í 200 vinnustofur til félagsmeðlima. SÍM rekur einnig gestavinnustofur fyrir innlenda og erlenda listamenn sem búsettir eru erlendis eða á landsbyggðinni. Myndhöggvarafélag Íslands  heldur úti 12 vinnstofum, verkefnarými, og gott vinnusvæði sem skiptist í trévinnusvæði, málmvinnusvæði og keramikverkstæði

ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ (SAFNAHÚSIÐ) :

Safnahúsið við Hverfisgötu er í rekstri Þjóðminjasafns Íslands. Starf þess er fólgið í því að hýsa hinar ýmsu sýningar sem tengjast menningu og listum.

ÞJÓÐMINJASAFNIÐ:

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun íslenska ríkisins og er því ætlað að vera miðstöð þjóðminja. Skipulagðar eru sérsýningar sem geta verið farandsýningar erlendis frá, en tilgangur þeirra og tengsl við safnið skal ætíð vera skýr.