laugardagur, 28. mars 2015

HEILDARMYNDIN


Stjórn Sambands íslenskrar myndlistarmanna (SÍM), hefur gert kort af heildarmynd íslenskrar myndlistar til að bæta yfirsýn, þekkingu og skilning á samhenginu milli aðildarfélaga SÍM, félagsmanna og þeirra sem starfa við myndlist. Fjölmargir aðilar og starfsstéttir koma með beinum eða óbeinum hætti að myndlist á Íslandi, svo sem myndlistarmenn, sýningarstjórar, listfræðingar og kennarar. Hins vegar virðist stundum umgjörð myndlista ekki vera í samræmi  við þann veruleika sem þessir aðilar lifa og hrærast í.

Þessi síða er hugsuð sem lifandi plagg þar sem allir sem hafa áhuga á að móta heildarmyndina geta komið athugasemdum og hugmyndum sínum á framfæri. Til þess að taka þátt velur þú hægra megin þann flokk sem þú vilt skoða og fyrir neðan hvern flokk er hægt að koma með athugasemdir. 

Við munum síðan vinna jafnt og þétt úr þeim athugasemdum sem berast og bæta inn í heildarmyndina. Það er von okkar að í lok árs 2015 verði hér að finna gott yfirlit yfir íslenska myndlist.

Stjórn SÍM vill koma á framfæri að það sem sett var hér inn í upphafi er aðeins stutt kynning á hverjum lið. Stjórn SÍM vonar að félagsmenn taki virkan þátt í að móta heildarmyndina, því hún getur orðið mikilvæg til að móta áherslur í hagsmunabaráttu SÍM. Stjórn SÍM vill að umgjörð myndlistar hæfi veruleika félagsmanna og sé mótuð út frá glöggri yfirsýn.



AÐKEYPT VINNA:

Þegar myndlistarmaður nýtur sér þjónustu annarra fagmanna til að vinna að listaverki sínu t.a.m. ljósmyndara, grafíska hönnuði, smiði o.s.frv.

ALMENNINGUR:

Allur þorri manna/ alþýðan/ aðnjótendur myndlistar


Eða: Verk sem ekki eru lengur háð höfundarrétti eru kölluð almenningur. Samkvæmt íslenskum höfundalögum varir höfundarréttur  að listaverkum í 70 ár eftir dauða höfundar.

ALMANNATENGSL / PR:

Almannatengsl byggjast á ýmiskonar markaðsstarfsemi, t.a.m. í gegnum samfélagsmiðla, skrif og auglýsingar. Almannatengill á að tryggja umfjöllun, vekja athygli og skapa velvild fyrir einstaklinga eða stofnanir

ALÞJÓÐLEGAR SÝNINGAR:

Alþjóðleg sýning er samsýning listamanna frá mismunandi löndum, oft unnin út frá ákveðnum stíl, stefnu eða hugmynd (þema). Alþjóðlegar sýningar geta verið fluttar inn til landsins á vegum opinberra eða sjálfstæðra aðila.

ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ

Nýútgefin hönnunarstefna sem og Hönnunarmiðstöð Íslands falla undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við mennta- og menningamálaráðuneyti.

EES / EVRÓPUSAMBANDIÐ:

Menningaráætlun Evrópusambandsins veitir verkefna- styrki til allra listgreina og á að styðja við menningararfleifðir, evrópsk tengslanet og menningarstofnanir. Menningaráætlunin hefur það að markmiði að stuðla að auknu samstarfi og samskiptum listheima.